Löngum hefur fólk dreymt um að setja hinn draumkennda ilm af nýsoðnum pylsum á flöskur. Nú hefur Pylsumeistarinn látið verða af því og kynnir með stolti PØLS eau de pylsuvatn.
Lyktin af soðnum pylsum fléttast saman við ilminn af reyktu kjöti og í bakgrunni dansa tónar og papriku, chilli, einiberjum og engifer.
Hönnunartríóið Baldur & Baldur hannaði ilminn í samvinnu við Pylsumeistarann, en PØLS er blandað af hinu virta ilmhúsi Maison Des Sens í Frakklandi.
Eingöngu voru framleiddar 80 flöskur af ilminum (100 ml).
Flaskan kostar 7.990 kr. og fæst aðeins hér í vefversluninni.