Nokkur góð ráð
Það er gott að skera aðeins í þykkari grillpylsurnar áður en þær eru settar á grillið eða pönnuna, þegar safi byrjar að leka úr sárinu er pylsan tilbúin.
Þegar ósoðinn pylsa er steikt er gott að setja svolítið vatn á pönnuna og rúlla henni í því á meðan það hitnar. Pylsan steikist svo þegar vatnið er gufað upp.
Best er að grilla pylsur ekki við mikinn hita.
Ósoðnu pylsurnar má einnig setja stutta stund í örbylgjuofn áður en þær eru settar á grillið.
Pylsur úr frysti þurfa að þiðna áður en þær eru settar á grillið. Best er að allar pylsur séu við stofuhita þegar byrjað er að grilla þær.