Grillpylsur, áleggspylsur, snakkpylsur, skinkur, paté, beikon og margt fleira gott.
Markmið okkar er að framleiða vörur sem eru lausar við öll óþörf íblöndunarefni og innihalda eingöngu kjöt, krydd og salt.
Um jólin
21. des.: opið til kl. 19. – 22. des.: opið til kl. 20. – 23. til 27. des.: lokað
28. til 30. des.: opið eins og venjulega.
Nokkur góð ráð
Það er gott að skera aðeins í þykkari grillpylsurnar áður en þær eru settar á grillið eða pönnuna, þegar safi byrjar að leka úr sárinu er pylsan tilbúin.
Þegar ósoðinn pylsa er steikt er gott að setja svolítið vatn á pönnuna og rúlla henni í því á meðan það hitnar. Pylsan steikist svo þegar vatnið er gufað upp.
Best er að grilla pylsur ekki við mikinn hita.
Ósoðnu pylsurnar má einnig setja stutta stund í örbylgjuofn áður en þær eru settar á grillið.
Pylsur úr frysti þurfa að þiðna áður en þær eru settar á grillið. Best er að allar pylsur séu við stofuhita þegar byrjað er að grilla þær.
Við erum hér
Sendu okkur fyrirspurn
Við sitjum kanski ekki við tölvuna allan daginn, en við reynum að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og við getum.